Beit skarð í eyra stúlku

Verkefni lögreglunnar voru ekki af skornum skammti í gær og …
Verkefni lögreglunnar voru ekki af skornum skammti í gær og í nótt. mbl.is/Ari

Nokkuð var um að snú­ast hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt vegna ölv­un­ar­ástands og átaka.

Laust fyr­ir klukk­an fjög­ur í nótt barst lög­reglu til­kynn­ing um lík­ams­árás í miðbæn­um. Stúlka var bit­in í eyra af ann­arri stúlku og hlaut fyr­ir vikið skarð eft­ir at­lög­una.

Þá voru einnig höfð af­skipti af manni sem var til vand­ræða á veit­ingastað. Hann var sagður hafa verið með hót­an­ir og að hann hefði verið með hníf. Maður­inn er grunaður um vörslu fíkni­efna og voru bæði efn­in og hníf­ur­inn hald­lögð.

Hætti ekki að stela

Þá barst einnig til­kynn­ing rétt fyr­ir klukk­an sex í gær, um mann í ann­ar­legu ástandi til van­ræða í versl­un sem var að hnupla. Starfs­fólkið hafði tekið af hon­um vör­ur sem hann var bú­inn að setja inn­an klæða.

Hon­um var vísað út en kom aft­ur og hélt áfram að setja varn­ing í vasa sína. Maður­inn yf­ir­gaf síðar versl­un­ina en lög­regla hand­tók hann skömmu síðar. Var hann færður á lög­reglu­stöð og vistaður í fanga­geymslu sök­um ástands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert