Björgunarsveitir taka nú þátt í leitinni að konu sem er 82 ára gömul. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti fyrst eftir henni í morgun en síðast er vitað um ferðir hennar er hún sást fara frá Hrafnistu í Hafnarfirði um klukkan 08:30 í morgun og tók stefnuna í átt að Prýðahverfinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hún sé líkamlega hraust en sé með heilabilun.
Ekki er talið útilokað að hún hafi farið í strætó en hún er peningalaus og án farsíma.
Hún er 160 sm að hæð, grannvaxin, gráhærð og suttklippt, og gengur með gleraugu með dökkri umgjörð. Hún er klædd í rauðbrúna úlpu/peysu (svipar til loðinnar flíspeysu), svartar buxur og dökkbláa gönguskó. Hún er með dökkbrúna prjónavettlinga með hvítum doppum.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 112.
Uppfært: