Björgunarsveitir taka þátt í leitinni

Björg­un­ar­sveit­ir taka nú þátt í leit­inni að konu sem er 82 ára göm­ul. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýsti fyrst eft­ir henni í morg­un en síðast er vitað um ferðir henn­ar er hún sást fara frá Hrafn­istu í Hafn­ar­f­irði um klukk­an 08:30 í morg­un og tók stefn­una í átt að Prýðahverf­inu. Í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að hún sé lík­am­lega hraust en sé með heila­bil­un.

Ekki er talið úti­lokað að hún hafi farið í strætó en hún er pen­inga­laus og án farsíma.

Hún er 160 sm að hæð, grann­vax­in, grá­hærð og sutt­klippt, og geng­ur með gler­augu með dökkri um­gjörð. Hún er klædd í rauðbrúna úlpu/​​peysu (svip­ar til loðinn­ar flí­speysu), svart­ar bux­ur og dökk­bláa göngu­skó. Hún er með dökk­brúna prjóna­vett­linga með hvít­um dopp­um.

Þau sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir henn­ar eru vin­sam­leg­ast beðin um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 112.

Upp­fært:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert