Aflýstu flugi tuttugu mínútum í brottför

Ljósmynd/Aðsend

Ferð flug­fé­lags­ins Play frá Kefla­vík til Gauta­borg­ar í Svíþjóð var af­lýst með skömm­um fyr­ir­vara í morg­un. Vél­in átti að fara í loftið klukk­an 6.45 en um tutt­ugu mín­út­um fyr­ir áætlaða brott­för var ferðinni af­lýst.

Farþegi sem var á leið til Svíþjóðar seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann viti ekki hvenær hann kom­ist til Svíþjóðar.

Mik­il reiði greip um sig á meðal farþega í áætl­un­ar­flug­inu þegar ljóst var að því hafði verið af­lýst en farþegar voru að gera sig til­búna til þess að ganga um borð þegar þeir fengu smá­skila­boð frá flug­fé­lag­inu um að flug­inu hefði verið af­lýst.

Upp­fært kl. 8.22: Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Play var flug­inu af­lýst vegna veik­inda í áhöfn. 

Upp­fært kl. 9.11: Ekki er bú­ist við að fella þurfi niður frek­ari flug­ferðir í dag vegna for­falla og stend­ur áætl­un fé­lags­ins óbreytt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert