Aflýstu flugi tuttugu mínútum í brottför

Ljósmynd/Aðsend

Ferð flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar í Svíþjóð var aflýst með skömmum fyrirvara í morgun. Vélin átti að fara í loftið klukkan 6.45 en um tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför var ferðinni aflýst.

Farþegi sem var á leið til Svíþjóðar segir í samtali við mbl.is að hann viti ekki hvenær hann komist til Svíþjóðar.

Mikil reiði greip um sig á meðal farþega í áætlunarfluginu þegar ljóst var að því hafði verið aflýst en farþegar voru að gera sig tilbúna til þess að ganga um borð þegar þeir fengu smáskilaboð frá flugfélaginu um að fluginu hefði verið aflýst.

Uppfært kl. 8.22: Samkvæmt upplýsingum frá Play var fluginu aflýst vegna veikinda í áhöfn. 

Uppfært kl. 9.11: Ekki er búist við að fella þurfi niður frekari flugferðir í dag vegna forfalla og stendur áætlun félagsins óbreytt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka