Borgin týndi kettinum

Kötturinn Nóra sem starfsmenn Reykjavíkurborgar lögðu hald á og týndu …
Kötturinn Nóra sem starfsmenn Reykjavíkurborgar lögðu hald á og týndu í Laugardalnum sem er í töluverðri fjarlægð frá heimili hennar í Vesturbænum. Ljósmynd/Aðsend

„Okkur er þá tilkynnt að hún hafi sloppið úr þeirra haldi áður en þeim tókst að skanna örmerki hennar. Hún slapp í Laugardalinn sem er í töluverðri fjarlægð frá heimili okkar í Vesturbænum,“ segir Guðmundur Felixson í samtali við mbl.is en kötturinn hans var haldlagður af starfsmönnum Reykjavíkurborgar síðasta laugardag eftir ítrekaðar kvartanir nágranna hans. 

Reyndu ekki að hafa samband

Guðmundur segir Reykjavíkurborg ekkert hafa gert til þess að hafa uppi á eigendum kattarins. „Reykjavíkurborg reyndi ekki að hafa samband við þann sem kvartaði til þess að hafa uppi á eigandanum heldur bíða þau í rauninni þangað til að við höfum samband.

Eftir töluverðan tíma náum við loksins að hafa samband við borgina og við fréttum það þá fyrst að hún er búin að vera týnd í sólarhring,“ segir hann og bætir við að þetta sé mikilvægur sólarhringur sem hefði getað nýst í að hafa uppi á kettinum.  

Handsömun katta

Í samþykkt um kattahald í Reykjavík er mælt fyrir um í ákvæði sem heitið „Handsömun katta“ að starfsmenn umhverfissviðs Reykjavíkurborgar sé heimilt að fanga í búr ketti sé ítrekað kvartað undan ágangi katta á tilteknu svæði.

Þess ber að geta að kettir sem eru ómerktir og kettir sem haldnir eru í fjöleignarhúsum án samþykkis skuli einungis færa í sérstaka kattageymslu. Öðrum köttum skal sleppa lausum en eigendum eða umráðamönnum þeirra katta skal vera tilkynnt um handsömunina og ástæður hennar. 

Reykjavíkurborg reyndi ekki að hafa uppi á eigendum Nóru.
Reykjavíkurborg reyndi ekki að hafa uppi á eigendum Nóru. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka