Býðst flug til Gautaborgar síðar í dag

Flugfélagið Play þurfti að fella niður flug til Gautaborgar með …
Flugfélagið Play þurfti að fella niður flug til Gautaborgar með skömmum fyrirvara í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegar sem áttu bókaða ferð með flugfélaginu Play til Gautaborgar í Svíþjóð í morgun, sem var fellt niður með skömmum fyrirvara, hafa fengið boð um að fara með félaginu síðar í dag á áfangastaðinn. Er brottfarartími skipulagður klukkan 17:00.

Greint var frá því í morgun að mikil reiði hefði gripið um sig á meðal farþega í áætl­un­ar­flug­inu þegar ljóst var að því hafði verið af­lýst en farþegar voru að gera sig til­búna til þess að ganga um borð þegar þeir fengu smá­skila­boð frá flug­fé­lag­inu um niðurfellinguna. Fengu þeir meldingu tuttugu mínútum fyrir brottför.

Samkvæmt upplýsingum frá Play þurfti að fella niður flugið vegna forfalla í áhöfn sökum veikinda.

Farþegi á leið um borð sagði í samtali við mbl.is í morgun að ekki væri ljóst hvenær hann kæmist til Svíþjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka