Lífskraftshúfur til sölu hjá 66°Norður

Snjódrífurnar með Lífskraftshúfurnar.
Snjódrífurnar með Lífskraftshúfurnar. Þorsteinn Roy Jóhannesson.

Góðgerðarfélagið Lífskraftur hefur, í samstarfi við 66°Norður, hannað sérstakar bleikar Lífskraftshúfur, til stuðnings fjölskyldum og einstaklinum sem glíma við krabbamein og ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. 

Þörfin fyrir stuðning er brýn og mikilvægt að tryggja bæði fræðslu og efla ferla innan heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningu frá félaginu. 

Allur ágóði af sölunni mun renna beint í verkefni þar að lútandi, en húfan er til sölu í vefverslun 66°Norður.

Ólýsanleg sorg 

Að baki góðgerðarfélaginu Lífskrafti og Lífskraftsgöngum, stendur hópur sem kallar sig Snjódrífurnar. Þar er G. Sigríður Ágústsdóttir í fararbroddi. 

Sigríður glímdi við krónískt krabbamein árum saman og þekkir vel þarfir einstaklinga í þeim sporum. Hún fann sinn lífskraft í baráttunni við krabbamein í fjallgöngum og með Lífskraftsgöngunum vill hún minna á mikilvægi útivistar í þeirri vegferð.

„Það er eitt að takast á við það gríðarlega högg þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein. En það er ólýsanleg sorg að þurfa í ofanálag að takast á við ófrjósemi sem hefur áhrif á öll framtíðar áform og jafnvel sjálfsmynd einstaklinga,” er haft eftir henni í tilkynningunni. 

Þveruðu Vatnajökul og Hvannadalshnjúk

Fyrsta Lífskraftsganga Snjódrífanna var áheitaganga yfir Vatnajökul en átta konur fóru hana árið 2020 og söfnuðust þá 6 milljónir, sem runnu óskiptar til Lífs og Krafts.

Árið eftir var ákveðið gefa fleiri konum kost á að taka þátt í Lífskraftsgöngunni. skipul-ögðui Snjódrífur þá ferð 100 kvenna á Hvannadalshnjúk, eða Kvennadalshnjúk eins og þessi hæsti tindur var kallaður þann daginn.

Allar 100 konurnar komust á tindinn og söfnuðust tæplega 18 milljónir króna sem óskiptar runnu til nýrrar krabbameinsdeildar Landspítalans. Samanlagt hafa því safnast 24 milljónir þegar.

Leiðir til að styrkja Lífskraft

Hægt er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 0133-26-002986 - kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010 og með því að senda SMS í símanúmerið 1900

  • Sendið textann “LIF1000” fyrir 1.000 kr.

  • Sendið textannLIF3000 fyrir 3.000 kr.

  • Sendið textannLIF5000 fyrir 5.000 kr.

  • Sendið textannLIF10000 fyrir 10.000 kr.

Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu Lífskrafts https://www.facebook.com/lifskraftur2020 og áwww.lifskraftur.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert