Ræða fjármálaáætlun í þaula

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðari umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er nú í fullum gangi, þrátt fyrir að liðið sé nokkuð á kvöld. 

Framhald síðari umræðu hófst kl. 20:15 með því að Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, hélt áfram máli sínu. Athygli vekur hins vegar að frá kl. 21:04 hafa einungis þingmenn stjórnarandstöðunnar tekið til máls, og að frá kl. 21:23 hafa þeir Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipst á að ræða áætlunina. 

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, flutti ræðu kl. 21:04, sem var tæplega níu mínútur á lengd, og Daði Már Kristófersson, þingmaður Viðreisnar, flutti fimm mínútna langa ræðu kl. 21:13. Þá var röðin komin að Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, og hafa hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, skipst á að flytja ræður.

Bergþór hefur það sem af er kvöldi flutt sex ræður um áætlunina og Sigmundur Davíð sex. Bergþór er þegar þetta er ritað að flytja sína sjöundu ræðu, og Sigmundur er næstur á mælendaskrá. 

Fylgjast má með umræðunni á vef Alþingis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert