Vara við pósti merktum ríkislögreglustjóra

Fólki er bent á að tilkynna póst af þessum toga …
Fólki er bent á að tilkynna póst af þessum toga sem ruslpóst. mbl.is/Golli

Embætti ríkislögreglustjóra segir lögreglu hafa borist tilkynningar um tölvupóstsendingar, þar sem fullyrt er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sé sendandi skilaboðanna og þau merkt lögreglu og íslenskum ráðuneytum.

Í tilkynningu vekur embættið athygli á því að skilaboðin séu ekki á vegum ríkislögreglustjóra. Er fólk um leið varað við því að ýta á hlekki eða opna viðhengi sem fylgt geti slíkum skilaboðum.

Fólki er bent á að tilkynna póst af þessum toga sem ruslpóst í póstforritum sínum.

„Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.“

Skjáskot af póstinum sem varað er við.
Skjáskot af póstinum sem varað er við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert