Varar þrívegis við hættunni

Ferðamenn fyrir framan öldur í Reynisfjöru.
Ferðamenn fyrir framan öldur í Reynisfjöru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formaður Leiðsagn­ar, stétt­ar­fé­lags leiðsögu­manna, er harmi sleg­inn yfir dauðsfall­inu í Reyn­is­fjöru fyr­ir helgi. Hann seg­ist vara ferðamenn þríveg­is við hætt­unni í fjör­unni áður en þeir yf­ir­gefa rút­una til að skoða sig um og njóta nátt­úru­feg­urðar­inn­ar.

„Ég held ég geti talað fyr­ir hönd allra leiðsögu­manna þegar ég segi að maður er harmi sleg­inn þegar maður sér svona frétt­ir. Þetta er sorg­legra en tár­um taki. Fyr­ir fólkið sem þarna á í hlut og alla sem verða vitni að þessu þá er þetta al­veg skelfi­legt,“ seg­ir formaður­inn Friðrik Rafns­son.  

„Þetta er eitt­hvað sem all­ir leiðsögu­menn kvíða fyr­ir og geta lent í þrátt fyr­ir að við ger­um allt til að koma í veg fyr­ir það. Í hvert skipti sem svona ger­ist fer um mann hroll­ur og samúð með þeim sem lenda í þessu.“

Fari ekki nær en 20 metra

Hann seg­ir hlut­verk leiðsögu­manna vera þríþætt. Í fyrsta lagi að upp­lýsa fólk um sög­una, í öðru lagi að sinna nátt­úru­vernd og í þriðja lagi er það ör­ygg­isþátt­ur­inn. „Við upp­lýs­um fólk um hætt­ur og að fara var­lega allsstaðar þar sem verið er að skoða nátt­úr­una. Reyn­is­fjar­an er einn af þeim stöðum sem við vör­um vel við,“ grein­ir Friðrik frá.

Ferðamenn í Reynisfjöru.
Ferðamenn í Reyn­is­fjöru. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Sjálf­ur hef­ur hann þá reglu að vara ferðamenn þríveg­is við í rút­unni á leið í Reyn­is­fjöru á um tíu mín­útna kafla. Fyrst við af­leggj­ar­ann, næst þegar leiðin þaðan er um hálfnuð og svo loks rétt áður en fólkið stíg­ur út. „Ég út­skýri að þótt veðrið sé þokka­legt geti ald­an verið ansi mik­il,“ seg­ir hann. „Ég út­skýri að þarna er aðdjúpt og geta komið mann­skæðar holskefl­ur sem geta kostað manns­líf. Þumalputta­regl­an er að segja fólki að fara ekki nær sjáv­ar­borðinu en 20 metra og alls ekki taka selfíur þar,“ bæt­ir Friðrik við. Einnig fylg­ir hann hópn­um niður í fjöru og reyn­ir að fylgj­ast með eins og hann get­ur. Það get­ur þó reynst erfitt þegar hann er með 40 til 60 manna hópa á sinni könnu.

Hann seg­ir lítið annað hægt fyr­ir leiðsögu­menn að gera en að vara fólk sterk­lega við aðstæðunum, sem virðast oft sak­leys­is­leg­ar við fyrstu sýn. Oft gleym­ir það sér í feg­urðinni en þegar það kem­ur niður í fjör­una skil­ur það nær alltaf hvað hann var að tala um í rút­unni.

Baðst af­sök­un­ar 

Á 12 ára leiðsögu­manna­ferli Friðriks seg­ir hann það einu sinni hafa komið fyr­ir í sín­um hóp að ferðamaður á hans veg­um hafi blotnað í Reyn­is­fjöru.

Eft­ir að hafa varað hann þríveg­is við hætt­unni og Friðrik gengið svo á eft­ir hópn­um kom maður­inn þrátt fyr­ir það renn­blaut­ur til baka. „Þetta var grát­bros­legt. Það fyrsta sem hann gerði var að biðja mig af­sök­un­ar á að hafa ekki farið að fyr­ir­mæl­un­um. Ég sagði: „Þú ert blaut­ur en lif­andi. Annað skipt­ir ekki máli“,“ seg­ir Friðrik, sem sá ekki um­rætt at­vik.

Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar.
Friðrik Rafns­son, formaður Leiðsagn­ar.

Því miður, bæt­ir hann við, þarf hann oft að grípa inn í þegar hann er í Reyn­is­fjöru til að koma í veg fyr­ir óhapp, til dæm­is þegar fólk er jafn­vel búið að stilla börn­um sín­um upp niðri í fjöru­borðinu vegna mynda­töku. Und­ir­tekt­irn­ar sem hann fær eru mis­jafn­ar en þegar hann út­skýr­ir málið átt­ar fólk sig iðulega bet­ur á stöðunni.

Verði lokað við til­tekn­ar aðstæður

Þrátt fyr­ir ráðlegg­ing­ar leiðsögu­manna og upp­lýs­inga­skilti í Reyn­is­fjörðu virðist ákveðinn hluti ferðamanna virða slíkt að vett­ugi, stund­um með hræðileg­um af­leiðing­um eins og áður hef­ur komið fram. Friðrik nefn­ir mögu­leik­ann á að hafa rauða eða græna fána í fjör­unni eft­ir því hvað hætt­an er mik­il í hvert sinn eða jafn­vel að setja upp mynd með kross­um í aðvör­un­ar­skyni sem sýn­ir fjölda þeirra sem hafa far­ist í fjör­unni.

Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru.
Ferðamenn í kröpp­um dansi í Reyn­is­fjöru. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sjálf­ur kveðst hann hlynnt­ur því að svæðinu verði lokað við til­tekn­ar aðstæður, rétt eins og Lilja Al­freðsdótt­ir, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra, hef­ur gefið í skyn að gæti gerst.

Land­verðir í lúmskri fjör­unni

Einnig tel­ur Friðrik að land­vörður eða -verðir ættu að vera á staðnum yfir há­sum­arið. Mik­il­vægt sé að vernda orðspor Íslands sem eitt ör­ugg­asta land í heimi og frétt­ir af dauðsföll­um í Reyn­is­fjöru fljúgi hratt. „Ef við tök­um ekki á því erum við ekki að standa okk­ur,“ seg­ir hann.

Að mati Friðriks hafa stjórn­völd staðið sig prýðilega, ekki síst á meðan kór­ónu­veir­an gekk yfir, að bæta aðstöðu fyr­ir ferðamenn á fjöl­förn­ustu stöðunum. Aðspurður seg­ir hann marga hættu­lega staði á land­inu þar sem ferðamenn eru fjöl­menn­ir en Reyn­is­fjara skeri sig úr sök­um þess hve lúmsk hún er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka