Varð fyrir strætisvagni á Sæbraut

Frá slysstað.
Frá slysstað. Ljósmynd/Aðsend

Maður varð fyrir strætisvagni á Sæbraut um klukkan 13.20 í dag.  Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. 

Sjúkrabíll var sendur á staðinn og umferð stöðvuð um stund. Ekki er vitað um líðan mannsins sem stendur.

Uppfært kl. 14.48

Lokað hefur verið fyrir umferð á annarri akrein í austur á Sæbrautinni. „Umferð kemst með vinstri reininni austur framhjá slysavettvangi,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Hann segir liggja fyrir að slysið hafi verið alvarlegt og manninn með fjöláverka. 

Tæknideild lögreglunnar var kölluð út á staðinn „og þar af leiðandi tekur alltaf smá tíma að rannsaka vettvang og opna alveg fyrir umferð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert