Varð fyrir strætisvagni á Sæbraut

Frá slysstað.
Frá slysstað. Ljósmynd/Aðsend

Maður varð fyr­ir stræt­is­vagni á Sæ­braut um klukk­an 13.20 í dag.  Þetta staðfest­ir lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. 

Sjúkra­bíll var send­ur á staðinn og um­ferð stöðvuð um stund. Ekki er vitað um líðan manns­ins sem stend­ur.

Upp­fært kl. 14.48

Lokað hef­ur verið fyr­ir um­ferð á ann­arri ak­rein í aust­ur á Sæ­braut­inni. „Um­ferð kemst með vinstri rein­inni aust­ur fram­hjá slysa­vett­vangi,“ seg­ir Guðbrand­ur Sig­urðsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá um­ferðadeild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Hann seg­ir liggja fyr­ir að slysið hafi verið al­var­legt og mann­inn með fjölá­verka. 

Tækni­deild lög­regl­unn­ar var kölluð út á staðinn „og þar af leiðandi tek­ur alltaf smá tíma að rann­saka vett­vang og opna al­veg fyr­ir um­ferð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert