Vill nýta heimildir til lokana í Reynisfjöru

Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Al­freðsdótt­ir, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra, harm­ar bana­slys sem varð í Reyn­is­fjöru á föstu­dag og tel­ur slys­in of mörg.

Lög­reglu er heim­ilt að loka hættu­leg­um svæðum en upp á vant­ar að ákveða hvernig heim­ild­inni er beitt.

Vilt þú að það sé hægt að loka ferðamanna­stöðum á borð við Reyn­is­fjöru, ef svo ber und­ir?

„Já. Það er mín skoðun. Ég sem ráðherra mála­flokks­ins horfi auðvitað á heild­ar­hags­muni hans. Það er ekki gott fyr­ir heild­ina þegar það eru orðnir ein­hverj­ir stór­hættu­leg­ir staðir og við ger­um ekk­ert í því,“ seg­ir hún. Vissu­lega hafi verið gripið til ráðstaf­ana á borð við merk­ing­ar en ferðamenn virða þær gjarn­an að vett­ugi. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég varð ráðherra [yfir þess­um mála­flokki] var að skipa starfs­hóp um Reyn­is­fjöru og hvort það ætti að loka henni hrein­lega,“ seg­ir Lilja en hún varð ráðherra ferðamála í janú­ar.

Björgunarsveitir að störfum í Reynisfjöru um helgina.
Björg­un­ar­sveit­ir að störf­um í Reyn­is­fjöru um helg­ina. Ljós­mynd/​Jón­as Er­lends­son

„Það er orðsporsáhætta í þessu sem ég þarf að hugsa um. Því þetta er ákveðið svæði og þetta er sí­end­ur­tekið,“ seg­ir hún, auk þess sem land­eig­end­um og þeim sem hafa af­not af svæðinu hafi ekki tek­ist að ná utan um málið. „Við auðvitað köll­um eft­ir öllu því sam­starfi þar sem við vilj­um vinna með land­eig­end­um,“ seg­ir hún.

Úrbæt­ur runnu út í sand­inn

Til­lög­ur að úr­bót­um á svæðinu, sem höfðu þegar verið fjár­magnaðar, runnu út í sand­inn vegna mót­mæla nokk­urra land­eig­enda svæðis­ins. Aft­ur á móti hafa aðrir land­eig­end­ur beitt sér fyr­ir auknu ör­yggi í fjör­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert