Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 varð um þremur kílómetrum norður af Grindavík um eittleytið í nótt.
Tilkynningar bárust Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist á Reykjanesskaganum.
Um tvöleytið í nótt höfðu um 100 eftirskjálftar fylgt í kjölfarið. Þeir stærstu voru af stærðinni 2,9 kl 01:09, 2,8 kl. 01:17 og 2,6 kl. 01:26.
Síðast voru skjálftar af þessari stærð þann 15. maí við Eldvörp á Reykjanesskaga, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.