Aldrei í vafa um að göng séu raunhæf

Árni Johnsen í brekkusöngnum.
Árni Johnsen í brekkusöngnum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Á fyrsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýju kjörtímabili var tillaga Njáls Ragnarssonar um að fela bæjarstjóra og bæjarráði að ræða við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðganga milli Eyja og lands samþykkt með níu atkvæðum samhljóða. Í henni felst að afla gagna sem þegar liggja fyrir varðandi rannsóknir á jarðlögum og ljúka þeim. Einnig að uppfæra gögn sem þegar eru til um þjóðhagslegan ávinning af slíkri framkvæmd.

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður, kom fyrst fram með hugmyndina fyrir um aldarfjórðungi og fagnar að nú eigi að dusta rykið af gögnum sem þegar liggja fyrir og gera frekari rannsóknir ef þarf.

„Ég hef aldrei verið í vafa um að göng milli Eyja og lands séu raunhæfur möguleiki. Það hefur lengi legið fyrir að þetta er hægt,“ segir Árni. „Eimskip lét gera úttekt á hugsanlegum göngum, rannsókn sem að mig minnir kostaði fimm milljónir. Þetta er gerlegt og engin fyrirstaða en göng hér á milli kosta 70 milljarða króna. Það er ekki svo mikið þegar horft er á árlegan kostnað við að halda uppi samgöngum á sjó milli Eyja og lands. Þetta er bara bisness.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert