Helgi Bjarnason
„Mér finnst þetta skynsamleg málamiðlun á þessum tímapunkti og í samræmi við það sem boðað var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Aðallega er verið að stækka biðflokkinn og gefa með því stjórnvöldum meiri tíma til að vanda vinnubrögð við mat á orkukostum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um tillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar til breytinga á tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar 3.
Hörður bendir á að frá því verkefnisstjórn lagði fram tillögur sínar hafi ýmsar nýjar upplýsingar komið fram, meðal annars orkustefna, stefna um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040 og nú síðast grænbók um orkuþörf.
Landsvirkjun er að þróa flesta þá orkukosti sem taka breytingum í rammaáætlun, samþykki Alþingi breytingarnar. Þannig eiga Skrokkölduvirkjun og Holta- og Urriðafossvirkjanir í neðri Þjórsá að fara úr nýtingarflokki í biðflokk. Hörður viðurkennir að betra hefði verið fyrir Landsvirkjun að hafa þessa kosti í nýtingarflokki en fyrirtækið virði þessa skoðun.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu.