Grímur lögreglustjóri á Suðurlandi

Grímur Hergeirsson.
Grímur Hergeirsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Grímur Hergeirsson verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. júlí næstkomandi og út líðandi ár. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma. Á þessum sex mánuðum verður Grímur einnig áfram lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, en því embætti hefur hann sinnt síðasta eina og hálfa árið.

Hjá embætti Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum er Grímur öllu kunnugur. Hann var þar rannsóknarlögreglumaður og varðstjóri fyrr á árum og síðar löglærður fulltrúi og staðgengill lögreglustjóra um árabil. Hann fór svo til starfa í Eyjum undir lok árs 2020 og hefur þar – jafnhliða öðru – meðal annars sinnt þjálfun karlaliðs ÍBV í handknattleik. Áður hafði Grímur keppt og þjálfað handbolta á Selfossi, þar sem hann er fæddur, uppalinn og á allar sínar rætur.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert