„Hefði aldrei getað komið í veg fyrir þetta“

Frá slysstað í gær.
Frá slysstað í gær. Ljósmynd/Aðsend

Bílstjóri strætisvagnsins sem ók á mann um miðjan dag í gær hefði aldrei getað komið í veg fyrir atvikið að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa á lögreglustöð eitt í Reykjavík, sem fer með rannsókn á slysinu. 

Nokkrar frásagnir borist

mbl.is hafa borist nokkrar frásagnir sjónarvotta af því að maður hafi hlaupið í veg fyrir bílinn sem og að hann hafi reynt að hlaupa fyrir aðra bíla sama dag.

Guðmundur Páll segist ekki getað staðfest þær frásagnir en að ljóst sé að bílstjórinn hafi lítið getað gert.

„Það lítur út fyrir að þetta sé alla vega ekki ökumanni strætisvagnsins að kenna,“ segir Guðmundur Páll og bætir við: „Hann hefði aldrei getað komið í veg fyrir þetta“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert