Þjóðin óhamingjusamari en áður

Frá miðbæ Reykjavíkur.
Frá miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn

Íslendingar eru óhamingjusamari nú en áður, að því er fram kemur í lýðheilsuvísi embættis landlæknis fyrir árið 2021. Árið 2020 mátu 57,8% hamingju sína á bilinu 8 til 10, á hamingjukvarða sem miðast við 0 til 10 stig, en árið 2021 mátu 56,8% hamingju sína á því bili eða 1,4 prósentustigum færri. Árið 2019 var hlutfallið 60,7% en litlu minna árið 2018 (59,2%).

Kynning embættis landlæknis á lýðheilsuvísi ársins 2022 fór fram á Akranesi í gær.

„Það er ekki bara það að það er skemmtilegra þegar við erum hamingjusöm heldur kostar óhamingja líka samfélagið. Eitt stig í hamingju kostar 13 þúsund pund eða sem nemur 2 milljónum íslenskra króna,“ sagði Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis, og vitnaði hún þar til talna breska heilbrigðisráðuneytisins. Birting lýðheilsuvísa er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig, í samanburði við landið í heild.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert