Aukið fylgi Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rík­is­stjórn­in hef­ur bætt við sig fylgi en er þó naum­lega fall­in, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Frétta­blaðið.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir bæta sam­an­lagt við sig næst­um fimm pró­sentu­stig­um og þar mun­ar mestu um fylgisaukn­ingu Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 18,5 pró­sent, sem er 0,6 pró­sentu­stig­um meira en í síðustu könn­un Pró­sents 27. apríl. Pírat­ar mæl­ast með 17,5 pró­sent sem er aukn­ing um 1,3 pró­sentu­stig og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 17,3 pró­sent, sem er bæt­ing um 4,9 pró­sentu­stig.

Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn, Viðreisn og Flokk­ur fólks­ins tapa öll fylgi. Mestu fylgi tap­ar Sam­fylk­ing­in, eða 3,3 pró­sentu­stig­um og mæl­ist flokk­ur­inn nú með 13,5 pró­senta fylgi.

Sam­kvæmt könn­un­inni mæl­ast stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír með 30 þing­sæti, en þeir hafa 38 í dag. Þetta myndi ekki duga til meiri­hluta en samt er þetta bæt­ing um fjög­ur þing­sæti frá síðustu könn­un Pró­sents.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert