Umferð flugvéla um íslenska flugstjórnarsvæðið og til Keflavíkurflugvallar er óðum að færast til fyrra horfs eftir mikla lægð sem fylgdi kórónuveirufaraldrinum.
„Flugumferðin eykst stöðugt. Við erum að nálgast sömu tölur á íslenska flugstjórnarsvæðinu og þær voru 2019. Það sem af er árinu er umferðin tæplega 90% af því sem hún var á sama tímabili 2019. Í síðustu viku var umferðin um svæðið jafnmikil og hún var að meðaltali á viku í júní 2019,“ sagði Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, dótturfélags Isavia ohf.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.