Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant er meðal þeirra sem mun öðlast íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt frumvarpi þess efnis á Alþingi.
Allsherjar- og menntamálanefnd barst 71 umsókn um ríkisborgararétt en nefndin valdi 12 manns fyrir tillögu til samþykkis Alþingis.
Kollegi Grants, Damon Albarn, fékk ríkisborgararétt með sama hætti í fyrra.
Hér eru þau 12 sem lagt er til að öðlist ríkisborgararétt:
Alan Ernest Deverell, f. 1955 í Bretlandi.
Ekaterina Marnitcyna, f. 1977 í Rússlandi.
Houda Echcharki, f. 1993 í Marokkó.
John William Grant, f. 1968 í Bandaríkjunum.
Juliet Onovweruo, f. 1982 í Nígeríu.
Kelly Yohanna Avila Garcia, f. 1986 í Venesúela.
Marcin Jan Makuch, f. 1983 í Póllandi.
Nathaniel Berg, f. 1965 í Bandaríkjunum.
Polina Oddr, f. 2000 í Úkraínu.
Shirlee Jean Larson, f. 1955 í Bandaríkjunum.
Tímea Nagy, f. 1989 í Slóvakíu.
Uhunoma Osayomore, f. 1999 í Nígeríu.