Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn í tímabundið verkefni til að leiða viðbragðstreymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.
„Jón Magnús er sérfræðingur í bráðalækningum og fyrrum yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Hann er auk þess með MBA gráðu frá háskólanum í Reykjavík og hefur viðtæka starfsreynslu í heilbrigðiskerfinu,“ segir í tilkynningunni.
Þar er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að Jón Magnús hafi verið „reiðubúinn að leiða þetta mikilvæga verkefni sem viðbragðsteymið stendur frammi fyrir. Ráðuneytið lítur á það sem forgangsmál að leysa úr þeim vanda sem bráðaþjónustan í landinu á við að stríða. Sá vandi hefur birst af hvað mestum þunga á bráðamóttöku Landspítala með viðvarandi álagi sem bitnar á sjúklingum og starfsfólki.“
Jón Magnús segir að fyrstu áhersluatriðin í vinnu viðbragðsteymisins vera eftirfarandi:
„Lykilinn til að ná þessum árangri er samstarf allra aðila sem koma beint og óbeint að bráðaþjónustunni og það er sérstaklega ánægjulegt að finna þann mikla og viðtæka stuðning sem þetta verkefni fær bæði innan heilbrigðisráðuneytisins og meðal allra aðila sem tengjast veitingu og notkun þjónustunnar,“ er haft eftir Jóni Magnúsi í tilkynningu.