Keppast við að semja um þinglok

Nær linnulausir þingfundir standa yfir nú undir lok þingsins, langt fram á kvöld. Það gerist ekki aðeins í þingsölum, því í flestum skúmaskotum stinga menn saman nefjum til þess að reyna að ná saman um þau mál sem enn standa út af, sníða af agnúa og leysa lagatæknilegar flækjur sem upp koma eða gætu komið upp. Ágætlega hefur miðað og var fjármálaáætlun samþykkt í gær.

Þingmenn sem Morgunblaðið ræddi við telja enn tvísýnt um þinglok, enn geti komið babb í bátinn og sum þingmannamál hafi reynst snúnari en ætlað var. Stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðu voru ekki á einu máli um á hverju helst gæti strandað, þó raunar nefndu þeir einnig sumir að andstæðingarnir hefðu reynst liprir og samningsfúsir, enda langar vísast flesta þingmenn í sumarleyfi óháð því hvorum megin gangsins þeir sitja.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert