SS boðar methækkun á afurðaverði til bænda

Steinþór Skúlason, forstjóri SS.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sauðfjárbændur munu fá 23 prósentum hærra verð fyrir afurðir sínar, frá Sláturfélagi Suðurlands, SS, í haust. Um er að ræða óvenjumikla hækkun, að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. „Við erum að koma til móts við gríðarlega hækkun rekstrarvöru hjá bændum. Sauðfjárbændum sérstaklega þar sem áburður vegur hlutfallslega þyngra hjá þeim en öðrum.“

Hver afurðastöð gefur út verðskrá á hverju ári þar sem fram kemur það verð sem hún er tilbúin að greiða fyrir kjötið. Steinþór rekur ekki minni til þess að nokkurn tíma hafi afurðaverð hjá SS hækkað jafnmikið og fyrirhugað er að það geri í haust.

Verulegur hluti þessara hækkana mun smitast út í verðlagið, enda lítið svigrúm til aukinnar hagræðingar innan afurðastöðva, að mati Steinþórs. Þannig mun íslenskt lambakjöt hækka í verði, en þó ekki jafn mikið og afurðaverðið. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka