Björgunarsveitir voru í kvöld kallaðar að Hvannadalshnjúki til að koma á móti ferðamönnum sem treystu sér ekki til að ganga sjálfir niður, samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni.
Ferðamennirnir sendu boð með neyðarsendi sem Landhelgisgæslan tók á móti.
Engin slys eru á fólki og þótti ekki ástæða til að kalla til þyrlu frá Landhelgisgæslunni.