Brugghúsfrumvarpið samþykkt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frum­varp Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­málaráðherra um breyt­ingu á áfeng­is­lög­um, um sölu áfeng­is á fram­leiðslu­stað, eða brugg­húsa­frum­varpið svo­kallaða, sem miðar að því að smærri áfeng­is­fram­leiðend­um verði gert kleift að selja áfengt öl í smá­sölu á fram­leiðslu­stað, var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi.

Frumvarpið var samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum og öðlast gildi 1. júlí.

Jón sagði frumvarpið marka tímamót og fagnaði hann samstöðu í þinginu um frumvarpið.

Brugghúsdagurinn

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafði áður sagt að halda ætti daginn hátíðlegan:

„Ég held að af þessu til­efni ætt­um við að ákveða að 15. júní, eða 16. júní eft­ir at­vik­um, verði hald­inn hátíðleg­ur, eins og við höf­um haldið upp á bjórdag­inn frá 1. mars 1989, og kalla hann brugg­hús­dag­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert