Stjórn siglingakeppninnar Vendée Arctique hefur ákveðið að breyta siglingaleiðinni svo að keppendur fara ekki umhverfis Ísland. Þess í stað munu keppendur nema staðar við austanvert Ísland og þaðan munu þeir sigla aftur til Frakklands.
Upphaflega stóð til að keppendur myndu sigla norður fyrir Ísland, yfir heimskautsbauginn og svo til Frakklands. Sökum veðurfars og hvassviðris hefur þessu fyrirkomulagi verið breytt.
Francis Le Goff, framkvæmdastjóri keppninnar Vendée Globe Arctique Les Sables d‘Olonne, segir að vegna breytinga í veðri gæti það reynst hættulegt fyrir skipverjanna að sigla norður fyrir Ísland. „Það er auðsjáanlegt að veðurspár sýna að veðrið sé að versna,“ segir hann.