Ísland eigi allt undir að alþjóðalög séu virt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, …
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á fundinum í Brussel. Ljósmynd/Atlantshafsbandalagið

„Land eins og Ísland á ekki mögu­leika ef hernaðarleg­ur styrk­ur, stærð eða annað slíkt ræður því hvort land­vinn­ing­ar séu viður­kennd­ir eða ekki eða al­var­leg brot á alþjóðalög­um,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

Þór­dís Kol­brún er ný­kom­in heim af fundi varn­ar­málaráðherra Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO, í Brus­sel sem lauk í dag. Meðal helstu mála á dag­skrá voru staða Úkraínu og aðstoð alþjóðasam­fé­lags­ins vegna inn­rás­ar Rússa í landið.

„Ísland á ekki mögu­leika í slíku sam­hengi. Við sem full­valda og sjálf­stætt ríki eig­um að haga okk­ur sam­kvæmt því og vera banda­lagsþjóð í orði og á borði. Mér finnst það skipta máli fyr­ir okk­ur sem þjóð, sem eig­um allt und­ir að alþjóðalög, landa­mæri og lög­saga séu virt.“

„Þótt ógn­in sé fjær okk­ur en mörg­um öðrum þarf hver og einn Íslend­ing­ur að muna það að við eig­um allt und­ir því að sú heims­mynd sem við höf­um verið að byggja upp síðan í seinni heims­styrj­öld verði ofan á en ekki ein­hver önn­ur. Það er blákalt hags­muna­mat Íslands, það er raun­veru­lega svo ein­falt,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

NATO breyt­ist í takt við stríðið

Varn­ar­málaráðherr­ar vina og banda­lagsþjóða NATO voru einnig á fund­in­um. Þar sem Ísland hef­ur ekki sér­stak­an varn­ar­málaráðherra sótti Þór­dís Kol­brún ut­an­rík­is­ráðherra fund­inn fyr­ir Íslands hönd.

„Okk­ar afstaða var að koma því skýrt á fram­færi að það breytt­ist allt 24. fe­brú­ar. Það kall­ar á það að Atlants­hafs­banda­lagið breyt­ist í takt. Það þýðir að við þurf­um að efla okk­ur enn frek­ar í varn­ar­mál­um. Horft var sér­stak­lega til Eystra­salts­ríkj­anna og Pól­lands, ná­granna Rúss­lands, og að varn­ir þeirra yrðu efld­ar.“

Fundargestir á fundi varnarmálaráðherra í höfuðstöðum NATO í Brussel í …
Fund­ar­gest­ir á fundi varn­ar­málaráðherra í höfuðstöðum NATO í Brus­sel í dag. AFP/​Val­er­ia Mong­elli

Stríðsrekst­ur Rússa snerti ver­öld alla

Ásamt auk­inni áherslu á varn­ar­mál hef­ur stríðið í Úkraínu haft áhrif á alþjóðasam­fé­lagið hvað varðar fæðuör­yggi.

„Rúss­ar halda í gísl­ingu millj­ón­um tonna af mat­væl­um inni í Úkraínu sem þurfa mjög sár­lega að kom­ast út úr land­inu. Það er ekki hags­muna­mál á milli Rúss­lands og Úkraínu, NATO, eða Vest­ur­landa. Þetta snert­ir ver­öld­ina alla og fyrst og síðast þau ríki, sem síst ráða við að það verði mikl­ar brota­lam­ir í þessu. Það eru Afr­íku­ríki og Mið-Aust­ur­lönd,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

Hún seg­ir mik­il­vægt að ræða við koll­ega sína enda sé hafi Íslend­ing­ar marg­vís­leg­an hag af góðum alþjóðasam­skipt­um við banda­lagsþjóðir sín­ar.

„Við höf­um verið í sam­starfi við ákveðin NATO-ríki, bæði við að aðstoða með flutn­ing á búnaði sem úkraínski her­inn og þjóðin þarf öll á að halda. Fund­ur­inn var líka gott tæki­færi til að þakka þeim ríkj­um sem eru hér með loft­rým­is­gæslu, sem er eft­ir­lit sem við njót­um góðs af,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert