Rúmlega 250 kílómetrar í fyrsta skipverjann

Hér má sjá hvernig keppendurnir nálgast Ísland. Þeir sigla norður …
Hér má sjá hvernig keppendurnir nálgast Ísland. Þeir sigla norður fyrir Ísland, yfir heimskautsbauginn og svo aftur til Frakklands. Charlie Dalin leiðir keppnina en hann er rúmlega 250 km frá landinu.

Frakkinn Charlie Dalin leiðir siglingakeppnina Vendée Arct­ique sem hófst í Frakklandi fyr­ir fjórum dög­um en til keppni eru skráðar 24 skút­ur.

Í fyrsta skipti í keppninni verður siglt norður fyr­ir Ísland, farið yfir heim­skauts­baug­inn og svo aft­ur til Frakk­lands en áætluð vega­lengd nem­ur um 5.630 kíló­metr­um. Reiknað er með að keppn­inni ljúki í kringum 20. júní. 

Charlie Dalin nálgast nú strendur Íslands en rúmlega 250 kílómetrar eru í hann. Frakkinn hefur töluverða reynslu í siglingum en hann lenti í öðru sæti í siglingakeppninni Vendée Globe Race árin 2020-2021. Þar þurftu keppendur að sigla umhverfis jörðina. Hann lauk keppninni á rúmlega 80 dögum.

Lítið hefur verið um vinda í keppninni í ár og hafa skipin þar af leiðandi ferðast á minni hraða en væntingar stóðu til. Hins vegar hefur vindurinn tekið við sér og nálgast keppendur nú Ísland, en Landhelgisgæslan mun veita aðstoð ef þörf krefur.

Bátur IMOCA sem er 60 feta (18,3 metrar) langur.
Bátur IMOCA sem er 60 feta (18,3 metrar) langur. AFP/Loic Venance
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert