Áhorfendur og flugvélar trufluðu Katrínu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp nú rétt í þessu, 17. …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp nú rétt í þessu, 17. júní. mbl.is/Óttar

Framíköll áhorfenda voru áberandi er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti þjóðhátíðardagsávarp nú rétt í þessu.

Þegar Katrín labbaði upp í púlt öskraði áhorfandi; „Fólk er að deyja upp á bráðamóttöku.“

Katrín lét þetta ekki trufla sig og hóf ávarpið með bros á vör. Flugvéladrunur trufluðu einnig ávarpið um stund.

Í lok ávarpsins öskraði annar áhorfandi sífellt; „Hvar er nýja stjórnarskráin, hvar er nýja stjórnarskráin.“

Hún hélt ótrauð áfram og endaði á því að óska öllum landsmönnum til hamingju með þjóðhátíðardaginn. 

Hér má sjá þegar áhorfendur trufluðu ávarpið.

Tímastimplar: 11:15:37 og 11:30:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert