Á Landspítala liggja nú 33 sjúklingar með Covid-19. Einn þeirra er á gjörgæslu.
Í gær voru 27 einstaklingar inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 og því hefur þeim fjölgað um sex frá í gær.
Þá hefur þeim á gjörgæslu fækkað um einn, en tveir Covid-smitaðir voru á gjörgæsludeild í gær.
Þá mun Covid-19 gögnudeild opna í Birkiborg á morgun, 18. júní. Áformaður opnunartími verður frá klukkan ellefu að morgni til sex að kvöldi.
Landspítali er á óvissustigi að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu spítalans.