Lækjargata laus úr viðjum framkvæmda

Hótelið er nú loksins sýnilegt vegfarendum.
Hótelið er nú loksins sýnilegt vegfarendum. mbl.is/Hákon Pálsson

Framkvæmdum, sem staðið hafa yfir á Lækjargötu nú í um þrjú ár, er nú að mestu lokið og gatan opnuð á ný fyrir umferð í gær.

Vegfarendur gátu þá loksins virt fyrir sér nýja og glæsilega hótelbyggingu, sem risin er á reitnum þar sem áður stóðu Iðnaðarbankahúsið og hús séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups sem brann 1967.

Tekið verður við fyrstu gestunum á Hótel Reykjavík Saga nú í sumar, í 130 herbergjum sem eru fjölbreytt að lögun og stærð, en það verður fjögurra stjörnu hótel. Á jarðhæð opnar svo veitingastaðurinn Fröken Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka