„Stefnir í mjög krítískt ástand“

Hættulegar aðstæður eru að myndast við strendur Íslands en spáð …
Hættulegar aðstæður eru að myndast við strendur Íslands en spáð er hvassviðri.

Mikil lægð er nú undan austurströnd Íslands en keppendur í siglingakeppninni Vendée Arctique berjast nú við sterka vinda úti á hafi þar sem þeir reyna að komast í Fáskrúðsfjörð í skjól.

Ingvar Björnsson, formaður Siglingaklúbbs Austurlands, segir í samtali við mbl.is að útlitið sé ekki gott fyrir þá keppendur sem enn eru út á hafi, en tveir þeirra eru komnir í Fáskrúðsfjörð.

„Það er alveg heill haugur af keppendum úti á sjó, sem að eiga eftir að koma í kvöld og nótt. Þannig að það stefnir í mjög krítískt ástand,“ segir hann og bætir við að einn keppandi hafi snúið við til Írlands. Af þeim 25 sem hófu ferð sína hafa því í heild tveir dottið úr keppni.

Sex metra ölduhæð

Spurður hvort ástandið sé svo slæmt að möguleiki sé á lífsháska segir hann að það geti farið svo. „Ég veit að allir heimamenn hér í kring eru að undirbúa sig fyrir veðrið.“

Lítið sé hægt að gera ef á reynir.

„Það er svo mikil hreyfing á sjónum í svona veðri. Ég held að það sé spáð sex metra ölduhæð inn í lægðinni, það jafnast á við að hreyfast upp og niður á við heilt hús,“ segir hann og bætir við að þetta séu hættulegar kringumstæður.

Tvær af skútunum sem eru í hópsiglingu við Ísland komnar …
Tvær af skútunum sem eru í hópsiglingu við Ísland komnar í skjól á Fáskrúðsfirði. Hafa þær fengið fastsetningar línu við ankeri við laxabúrin. mbl.is/Albert Kemp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka