„Viljum halda í þetta fíngerða og þetta erfiða“

Hvað er það sem gerir þjóðbúning að þjóðbúning? Væri þjóðbúningur okkar Íslendinga enn þjóðbúningur ef hann væri fjöldaframleiddur í verksmiðjum erlendis? Er þjóðbúningur okkar Íslendinga listform sem er að deyja út eða er kannski lopapeysan meiri þjóðbúningur en upphlutur?

Anna Karen Unnsteins og Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingar velta þessum spurningum fyrir sér í nýjasta þætti Dagmála þar sem þjóðhátíðardagurinn 17. júní er til umræðu.

Anna Karen segir þetta flóknar spurningar og að skiptar skoðanir séu uppi í þjóðbúningasamfélaginu um þessi mál.

Eiríkur Valdimarsson segir þetta tengjast menningararfi okkar Íslendinga og telur ekki víst að Íslendingar sætti sig við að þjóðbúningurinn sé framleiddur erlendis í verksmiðjum. „Við viljum halda í þetta fíngerða og þetta erfiða – að það þurfi það langan tíma og það mörg spor til að sauma þjóðbúninginn, annars er hann ekki þjóðbúningur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert