25 hjúkrunafræðingar hætt eða sagt upp

Níu uppsagnir taka gildi 1. september og þrjár 1. október.
Níu uppsagnir taka gildi 1. september og þrjár 1. október. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa 25 hjúkrunarfræðingar hætt störfum eða sagt upp á bráðamóttöku Landspítalans frá því um áramótin. 

Þetta kemur fram í svari Helgu Rósu Másdóttur, deildarstjóra á bráðamóttöku, við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Þar segir enn fremur að 13 hafi þegar hætt störfum og nokkrir lækkað starfshlutfall.

Níu uppsagnir taka gildi 1. september og þrjár 1. október.

Samkvæmt mönnunarlíkani spítalans er gert ráð fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni. 1. janúar voru 85,7 stöðugildi mönnuð en í maí voru þau 68,5.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka