Gul viðvörun vegna norðan hvassviðris eða storms er í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum. Staðbundnar hviður getur farið yfir 30 m/s og getur það skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Viðvörun fyrir Suðurland gildir til klukkan 14.00 en til klukkan 20.00 í kvöld í hinum landshlutunum.
Veðurspár gera ráð fyrir norðvestan 8-15 m/s, hægari norðvestanlands en hvassari, 15-20 m/s suðaustantil. Dregur úr vindi eftir hádegi, fyrst vestanlands.
Yfirleitt bjart með köflum og þurrt, en rigning norðaustanlands fram eftir degi. Vestlæg átt 5-10 í kvöld en norðvestan 8-15 austantil. Hiti frá 5 stigum norðanlands upp í 19 stig á Suðausturlandi.