Í dag bauð Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú gestum og gangandi á Bessastaði.
Almenningi bauðst að ganga um þjóðhöfðingjasetrið á milli klukkan 13 og 16 og kynna sér sögu þess og innanstokksmuni.
Bessastaðastofa var byggð á 18. öld og í húsinu má sjá sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist, og fornleifar í kjallara veita innsýn í búsetu á Bessastöðum allt frá landnámstíð.
Auk Bessastaðastofu fengu gestir að skoða móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins.
Þá stóð fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar, í hlaði en bifreiðin er árgerð 1942.