Fyrri ferð Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, klukkan korter í átta í fyrramálið, verður aflýst. Því siglir hún ekki heldur klukkan tólf frá Brjánslæk.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sæferða en Baldur var á reki um 300 metra frá landi í rúmar fimm klukkustundir í dag vegna bilunar í gír.
Fyrr í dag sagði Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, í samtali við mbl.is að ferjan verði skoðuð í kvöld og í nótt.