Keppt í B-úrslitum á móti Fáks

Í dag fara fram B-úrslit Reykjavíkurmeistaramóts Fáks í reiðhöllinni Víðidal …
Í dag fara fram B-úrslit Reykjavíkurmeistaramóts Fáks í reiðhöllinni Víðidal en mótið hófst 13. júní. mbl.is/Óttar

Í dag fara fram B-úrslit Reykjavíkurmeistaramóts Fáks í reiðhöllinni Víðidal en mótið hófst 13. júní. Hildur Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri, segir mótið ganga vel en keppendur eru á ýmsum aldri og er keppt í mismunandi flokkum. Á morgun verður síðan keppt í A-úrslitum. 

Mótið fer fram með þeim hætti að eftir forkeppni eru haldin tvö úrslit. A-úrslit eru þeir sem lentu í sætum eitt til fimm og B-úrslit eru þeir sem lentu í sætum sex til tíu. Með því að sigra B-úrslitin gefst sigurvegurum færi á að keppa í A-úrslitunum.

Keppendur eru á öllum aldri

Að sögn Hildar gengur mótið ótrúlega vel. „Keppnin gengur ógurlega vel. Þetta eru margir keppendur og margar skráningar en keppnin gengur ótrúlega vel og knapparnir eru miklir íþróttamenn og háttvirtir. Þetta er bara gaman,“ segir hún.

Spurð hvað stæði upp úr mótinu segir hún að ávallt sé gaman að fylgjast með ungu knöppunum.

„Það er gaman að sjá alla ungu knappana sem eru að stíga sín fyrstu skref, það stendur manni alltaf næst að horfa á þau stýra þessum stóru skepnum með glæsibragi,“ segir Hildur.

Hildur Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri, segir mótið ganga vel.
Hildur Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri, segir mótið ganga vel. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka