Kötturinn sem borgin haldlagði enn týndur

Kötturinn sem borgin haldlagði og týndi hefur ekki enn komist …
Kötturinn sem borgin haldlagði og týndi hefur ekki enn komist í leitirnar. Ljósmynd/Aðsend

Enn bólar ekkert á kettinum Nóru sem Reykjavíkurborg haldlagði fyrir viku síðan að sögn Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, eiganda Nóru. „Við viljum auðvitað finna kisuna sem fyrst,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Aðspurð segir hún að starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa tjáð sér hve leitt þeim þykir að hafa týnt kettinum og að til stendur að breyta þeirra verklagi hvað viðkemur haldlagningu katta.

„Það var mjög margt sem þeir höfðu getað gert öðruvísi. Til dæmis hefðu þeir hefðu getað kíkt á örmerkinguna á staðnum, en þá hefðu þeir getað séð að hún bjó í garðinum við hliðin á. En þau eru voða leið yfir þessu,“ segir hún.

„Hún er ekki kominn í leitirnar ennþá, en það mega allir leita auðvitað. Hún sást síðast í Laugardalnum þannig að það væri mjög vel þegið ef einhver vill fara í göngutúr,“ segir Þuríður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka