Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar

Logi Einarsson hefur verið formaður Samfylkarinnar lengst allra formanna flokksins.
Logi Einarsson hefur verið formaður Samfylkarinnar lengst allra formanna flokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Einarsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í Samfylkingunni á landsfundi í haust. Frá þessu greinir Logi í viðtali við Fréttablaðið.

Logi, sem tók við sem formaður flokksins í október 2016, segir í viðtalinu að hann telji þetta réttan tíma fyrir sig og flokkinn.

Upphaflega hafi hann ætlað að segja af sér formennsku eftir slakt gengi í þingkosningunum síðasta haust en verið hvattur til að sitja lengur. Nú sé hins vegar tíminn liðinn og nýr formaður verði kosinn á landsfundi í haust.

Logi kveðst kveðja sáttur en sé einnig að axla ábyrgð:

Við skulum ekkert horfa framhjá því. Ég er að hætta sem formaður af því að ég er sannfærður um að aðrir geti gert betur en ég,“ segir Logi og kveðst engu að síður geta horft stoltur um öxl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert