Þakkar Loga fyrir starfið og móttökurnar

Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir.
Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þakkar Loga Einarssyni störf sín en Logi tilkynnti í gær í viðtali við Fréttablaðið að hann gæf­i ekki kost á sér til áfram­hald­andi for­mennsku í Sam­fylk­ing­unni á lands­fundi í haust. 

„Elsku Logi. Einstakur maður í alla staði. Takk fyrir þín störf og takk fyrir að taka svona vel á móti mér þegar ég slóst í för með ykkur í desember 2020,“ skrifar Kristrún á facebooksíðu sína.

Þá segist hún þakka fyrir að fá áfram að njóta krafta Loga sem þingmanns flokksins. 

„Það er svo mikilvægt, enda sterkur maður í pólitík.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka