Spár gera ráð fyrir suðvestan átt í dag, 8-15 m/s, hvassast norðvestanlands. Það mun rigna með köflum í flestum landshlutum. Byrjar fyrst að rigna vestantil fyrir hádegi en ekki fyrr en síðdegis austanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast fyrir austan.
Varað er við því að allhvass vindur með snörpum vindhviðum verði við fjöll á Norðvesturlandi. Hviðurnar geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Snýst í norðlæga og hægari átt á morgun, yfirleitt 3-8 m/s. Skýjað og dálitlar skúrir á víð og dreif.
Hvessir síðan með suðausturströndinni seinnipartinn og léttir einnig til norðanlands um svipað leiti. Áfram svipaður hiti nema nú hlýjast á Suðausturlandi.