„Lengst inná Kjalveg á leið okkar félaga frá Bárðardal til Veiðivatna varð á vegi okkar tvílembd ær og eitthvað varð til þess að ég var á því að eitthvað væri að.“
Á þessum orðum hefst facebook-færsla Atla Bergmann en þar segir hann frá björgunaraðgerðum sínum á föstudaginn var.
Kom síðan á daginn að ærin var pikkföst í leirdrullu og skrifar Atli að hún hefði borið bein sín ef þeir hefðu ekki tekið eftir henni.
Gróf hana hana síðan upp úr drullunni með berum höndum og tókst að losa hana. Þar næst drógu þeir hana á þurrt.
„Síðan nuddaði ég og kom henni á fætur og náði síðan lömbunum úr kviksyndinu líka. Eftir nuddið og tvær sneiðar af þriggja korna súrdeigsbrauði skildum við sátt.“
Færsluna í heild sinni, ásamt myndum, má sjá hér fyrir neðan.