Göngin aftur lokuð

Bílaröð hefur myndast líkt og sjá má.
Bílaröð hefur myndast líkt og sjá má. Ljósmynd/Aðsend

Hvalfjarðargöng eru aftur lokuð og myndast hefur bílaröð fyrir framan þau. Göngunum var lokað á fimmta tímanum í dag vegna umferðaróhapps en opnuð aftur rúmri klukkustund síðar.

Talið er að að minnsta kosti fjórir bílar hafi lent í umræddu óhappi.

Samkvæmt Twitter-síðu Vegagerðarinnar er áætlað að þau verði lokuð í um eina klukkustund.

Þá virðist einnig hafa orðið umferðaróhapp norðan við Borgarnes og hefur myndast bílaröð.

Þá var einnig umferðaróhapp norðan við Borgarnes.
Þá var einnig umferðaróhapp norðan við Borgarnes. mbl.is/Karl Blöndal

Ekki náðist í umferðardeild lögreglu við vinnslu fréttarinnar.

Uppfært 22:00: Göngin eru aftur opin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka