Verkamaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Atvikið átti sér stað í götunnni Sæbraut á Seltjarnarnesi.
Atvikið átti sér stað í götunnni Sæbraut á Seltjarnarnesi. mbl.is

Maðurinn sem réðist á vinnufélaga sinn með haka og klaufhamri, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 

Rannsókn málsins miðar ágætlega, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út þann 15. júlí.

Tveir voru færðir á slysadeild til aðhlynningar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. 

Átök milli byggingarverkamanna

Tildrög atviksins voru þau að til átaka kom milli byggingaverkamanna sem voru við vinnu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum á föstudag. 

Starfsmaður verktakafyrirtækis réðist þá á samstarfsmann sinn með klaufhamri og haka. Sá sem varð fyrir árásinni fékk töluverða höfuðáverka, og vitni segja blóð hafa fossast út úr hausnum á honum. 

Samstarfsmenn mannanna náðu að yfirbuga árásarmanninn þar til lögreglu bar að garði og var hann þá handtekinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert