Hlýtt var á Austurlandi í dag og fór hitinn yfir 22 stig á Egilsstöðum, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Segir hann að veðrið verði talsvert svalara á morgun.
„Hiti á Egilsstöðum mun ekki fara yfir 12 stig. Það snýst í norðlæga átt á morgun og verður skýjað. Hiti verður 10 til 20 stig og hlýjast verður á Suðausturlandi,“ segir veðurfræðingur í samtali við mbl.is.