14 útköll vegna heimilisofbeldis um helgina

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast um helgina.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í 14 útköll vegna heimilisofbeldis um helgina. Þá var tilkynnt um 23 líkamsárásir, þar af þrjár alvarlegar, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig var tilkynnt um fjögur innbrot og fimm þjófnaðarmál.

Þá voru 29 ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu um helgina. Þrír ökumenn voru staðnir að því að aka á nagladekkjum og afskipti voru höfð af á annan tug ökutækja sem voru ýmist ótryggð og/eða óskoðuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka