Allt að 20 stiga hiti

Útlit er fyrir mest hlýindi á Suðausturlandi. Þessi mynd er …
Útlit er fyrir mest hlýindi á Suðausturlandi. Þessi mynd er tekin í Skaftafelli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veðurstofa Íslands spáir 10 til 20 stiga hita á landinu í dag en útlit er fyrir mest hlýindi á Suðausturlandi. 

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að norðlæg átt verði á landinu í dag, 3 til 8 metrar á sekúndu og skýjað að mestu með dálítilli úrkomu á víð og dreif. 

„Seinnipatinn hvessir aðeins við suðausturströndina og léttir einnig til um norðanvert landið,“ segir í hugleiðingunum.

Þar kemur fram að á morgun muni snúast í suðvestlæga átt á morgun, 5 til 13 metra á sekúndu og segir í hugleiðingunum að mesta hvassviðrið verði vestanlands. 

Þykknar upp og fer að rigna, fyrst vestantil en síðar um daginn, undir kvöld, norðaustan- og austanlands.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka