Aðalmeðferð í máli manns sem héraðssaksóknari ákærði fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum á aldrinum 11 til 15 ára lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag.
Dómur yfir manninum verður kveðinn upp innan fjögurra vikna frá dómtöku.
Að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara var gæsluvarðhald yfir honum framlengt á fimmtudaginn til 13. júlí en það átti að renna út í dag.
Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 9. desember í fyrra. Hann var einnig ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni.