Horft fram hjá tilhæfulausum reikningum

Heilsugæsla miðbæjarsins við Vesturgötu Skilvirknin er meiri í Noregi en …
Heilsugæsla miðbæjarsins við Vesturgötu Skilvirknin er meiri í Noregi en hér á landi Heilsugæsla Nálgast má umfjöllun um rannsóknina, sem ber saman heimilislækningar hér og í Noregi, í heild sinni í nýjustu útgáfu Læknablaðsins. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi tilhæfulausra bakreikninga fyrir „komum“ sjúklinga, sem skráðir eru hjá einkareknum heilsugæslum, í blóðprufu á heilsugæslu hins opinbera hlaupa líklega á tugum þúsunda. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að kjósi sjúklingur á einkarekinni stöð að fara í blóðprufu á heilsugæslustöð hins opinbera, þar sem starfsmenn Landspítalans annast blóðtöku en ekki hjúkrunarfræðingur eða læknir á vegum heilsugæslunnar, skráist það sem koma á heilsugæsluna.

Það segir Ragnar ekki í samræmi við veitta þjónustu, enda komi starfsfólk heilsugæslunnar ekki að henni.

Vegna skráningarinnar sem Ragnar telur tilhæfulausa fær heilsugæslan sem sjúklingurinn er skráður á bakreikning samkvæmt greiðslukerfi heilsugæslanna og heilsugæslunni þar sem blóðprufan er tekin greitt sérstaklega.

Ragnar segir að læknar hjá einkareknum heilsugæslum hafi nýlega vakið máls á þessu við Sjúkratryggingar Íslands en ekki fengið nein viðbrögð.

Telur hann að ef málunum væri öfugt háttað yrði einkarekin stöð lögsótt fyrir fjárdrátt enda um tilhæfulausa reikninga að ræða.

„Heilsugæslan skráir ranglega til sín komur þegar annar aðili vinnur vinnuna og tekur til sín gjöldin sem falla til við komuna og refsar við það einkaaðila sem er í heiðarlegum rekstri,“ segir Ragnar.

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, sem er rekin af hinu opinbera, og Landspítalinn hafa auk þess í sjö ár haft sín á milli sérstakan samning um gjaldtöku vegna blóðprufa. Árið 2017 gerði Samkeppniseftirlitið alvarlegar athugasemdir við samninginn þar sem sömu kjör stóðu einkareknum heilsugæslum ekki til boða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka